Ég hef lengi haft brennandi áhuga á gömlu góðu dúkkulísunum sem maður lék sér með þegar maður var aðeins yngri 🙂 en í dag safna ég dúkkulísum og á orðið nokkuð gott safn sem ég hef fengið að skanna eða ná mér í á netinu. Ég á mér uppáhalds, það eru gamlar dúkkulísur sem eru m.a. frá mömmu minni, það eru Mjallhvít og dvergarnir 7. Mamma átti einn dverg eftir af sinni seríu og svo skemmtilega vildi til að Ingu vinkonu áskotnaðist 3 dvergar inní seríuna. Nú er það spurningin hvort einhver þarna úti eigi dverga eða hana Mjallhvíti sjálfa, inní safnið mitt og sem ég gæti kannski fengið að skanna???? ég er mikið búin að leita á netinu en hef ekki fundið eins, en ég fann áþekka dúkkulísuseríu en þó ekki alveg eins. Eins langar mig að eignast gömlu góðu dúkkulísurnar sem voru aftan á haframjölspökkunum hér í denn.
Dvergarnir 4 (Mjallhvít er úr annari seríu).
Kveðja Gunna
Ohh =) spennandi
Líkar viðLíkar við