…er það herbergi í húsinu sem mér finnst erfitt að gera „fínt“. Það er með gamalli og hálf sjoppulegri innréttingu. Ég tók mig nú til á helginni og reif niður tvo skápa sem voru ekki að nýtast vel…. en nú er verið að spá í að kaupa nýja innréttingu og skúffueiningar undir þvottavélina og þurrkarann. Svo er hitaveitugrind þarna inni sem ég vildi svo gjarnan geta hulið með fallegri trégrind. Einnig yrði ég afskaplega glöð að taka burtu sturtuklefann sem mér finnst erfitt að geta ekki þrifið almennilega i kringum…







Fyrir… …Eftir

Mikið er þetta flott hjá þér, er einmitt í sömu vandræðum þarf að gera þvottahúsið upp og fela hitaveitugrindina sem er til mikilla leiðinda 🙂
Líkar viðLíkar við
Takk fyrir Guðný Björg, já ég skil bara ekkert í afhverju það sé ekki hægt að gera þessar grindur meira fyrir augað… 😉
Líkar viðLíkar við