Þar sem sagan segir að við krakkarnir eigum 35 ára brúðkaupsafmæli í dag, nú þá fannst mér upplagt að rifja upp blogg frá því fyrir nokkrum árum… þar sem ég ákvað að mynda brúðarkjólinn minn á gínunni góðu. 😉 Hann prjónaði ég úr eingirni, en hef svo sem aldrei verið almennilega ánægð með´ann… en maður lét hann duga þennan dag! En hann myndast þó ágætlega… 🙂
mynstrið er flott á honum… en ég hefði viljað hafa hann hvítari!!
Mér fannst við hæfi að skella perlufesti með þar sem 30 ára brúðkaupsafmæli er perlubrúðkaup…
Ég varð að skella þessum myndaminngum með. Hér erum við með tvö eldri börnin okkar það þriðja kom þremur árum seinna…
Brúðkaupstertan skorin. Gvöööð hvað maður er mikið barn þarna, enda rétt tvítugur…
hehehe svo alvarleg bæði…
Fyrst gifting og svo var Birgir Þór skírður, allt samkvæmt bókinni 🙂
Þessi finnst mér alltaf góð, hér er brúðurin unga búin að festa fingurinn ofan í kókflösku… hehehehe svo saklaus -ennþá!
Mikið er þetta fallegur kjóll!
Líkar viðLíkar við
Takk fyrir Harpa! Hann myndast allavegana vel 😉
Líkar viðLíkar við
mikið voru þið nú sæt:) og kjóllinn þinn fallegur
knús Sif
Líkar viðLíkar við
hehehe svo saklaus 😉
Líkar viðLíkar við