…við eigum nokkur falleg stell í „gullaskápnum“ í eldhúsinu. Eitt af þeim er blue Danmark. Upphafið að því að ég fór að safna því, er að amma mín gaf mér þegar ég var um 15 ára gömul, eldgamlan bakka sem er með tréramma og yndislegum höldum… síðan bætti hún ýmsu við og gaf hún mér jafnt og þétt inn í stellið. ❤
Bakkann sem er undir tarínunni gaf föðursystir mín mér, þegar hún vissi að ég væri að safna þessu stelli..
Upphafið…fallegur er hann og hann er festur/saumaður saman á hornunum með bandi…
sykurkarið…
Þessir fjórir komu svo með póstinum í dag, en ég keypti þá af Kristbjörgu Trausta sem rekur antiksölu á Akranesi…
merkin eru margskonar undir stellinu, það fyrsta er elst og orginalið…