Ég er orðin hálf húkkt á að baka úr súrdeigi, brauðmetið er bara svo svakalega gott ur því. Svo er líka dálítið gaman að brasa með og næra „súrinn“.
Í gær gerði ég tilraun með að baka beyglur og þær eru algjört æði! Uppskriftina fann ég i bókinni „bakað úr súrdeigi“ ég mæli sko með að eignast hana ef þið eruð að stíga fyrstu skrefin.
Ég keypti þessar líka finu sturtuhettur til að smeygja yfir hefunarskálina…Beyglurnar „gataðar“ siðan soðnar i vatni i 20 sek. og svo bakaðar….….bakstur….Ummmm….…þær bragðast jafn vel og þær lúkka…