…ég er búin að eiga í mörg ár svona hringbakka á snúningsfæti. Hann er nú aðeins farinn að láta á sjá, svo ég ákvað að gera eitthvað fyrir hann greyjið! Auðvitað gleymdi frú hvatvís að taka mynd af bakkanum áður en framkvæmdir hófust… -ég á reyndar eftir að lakk´ann 🙂
Ég bar á bakkann mahony-bæs. Mer finnst það svo fallegt.
Hér er ég búin að skella einni lakkumferð á’ ann og hann frískast allur við það 😊