Það hefur víst ekki farið framhjá neinum sem mig þekkir, að ég ELSKA jólin 🙂 og mér finnst allt jóladúllerý alveg yndislegt. Fyrir hver jól set ég upp 3 jólatré! Jólatré 1 keypti ég 1995 á jólamarkaði í Bolungarvík. það er smíðað eftir gamalli fyrirmynd, voða sætt. Jólatré 2 er gamalt jólatré frá Gunnu ömmu minni, það var keypt 1939 á Ísafirði og er það mitt uppáhalds 🙂 Jólatré 3 er þetta stóra „venjulega“ og er það síðasta í röðinni að fá á sig jólaskrautskraut, en hér koma myndir af jólatrénu no.1
Jólaknús…
Mikið svakalega er þetta fallegt í öllum einfaldleikanum, virkilega sætt með rauðum kertum og því sem þú hefur vafið utan um með berjunum, takk fyrir að deila þessu með okkur,
með jólakveðju!
Líkar viðLíkar við