Í þá gömlu góðu daga þegar allir hlutir voru svo vandaðir og fallegir þá hefði mig langað að komast í búð og versla…
Amma min og afi fengu í brúðkaupsgjöf ofsalega fallegt Gullfosskaffistell sem var handmálað í Japan upp úr 1933, og er gott dæmi um fegurð margra gamalla hluta. Ég má til með að láta fylgja með umfjöllun sem var í blöðunum fyrir okkrum árum, um þessi fallegu handmáluðu stell ❤️
