Við settum glehurð sem við tókum niður úr stofunni, fyrir þetta litla wc því mér fannst svo yfirþyrmandi að hafa gömlu hurðina í svona litlu rými. Eiginmaðurinn segir reyndar að ég sé svo forvitin að ég vilji fylgjast með öllu m.a.s af klósettinu…Við erum nýbúin að kaupa þenna vask og skáp í IKEA og erum að spá í hvernig spegil er best að fá við….Við máluðum i dökk gráum lit því mig langar í loftljós sem varpar fallegu mynstri á veggina þegar það er kveikt….Ég er mikil ljósaseríukona….Grunnar hvítar hillur með skrauti og ljós léttir dökkan vegginn…Slakandi….Ég er með filmu í gluggunum á hurðinni inn á wc-ið, en hef verið að prófa mig áfram með að setja dúkadúllur líka svo ekki sjáist eins mikið inn. Það eru lika fleiri hugmyndir í mótun hjá Frúnni…