í dag var gerð tilraun í jólabrauðsteikingu hér í no. 14.
Þetta er mjög auðveld uppskrift sem ég fékk fyrir mörgum árum hjá frænku minni, sem eitt sinn bjó hér á Isafirði.
1 kg. Hveiti, 100 gr. mjúkt smjör, 10 tesk. lyftiduft, 1 1/2 tsk salt, 1/2líter volg mjolk. Hnoðað – flatt þunnt út – skorið út eftir diski (ég notaði stort hjartamót) pikkað og steikt í feiti eins og kleinur. Borðist með smjeri og hangikjeti….