Ég ólst upp við þá hefð að það var bakað laufabrauð heima. Pabbi flatti út deigið, við skárum út og mamma steikti. Við höfum reynt að halda í þessa hefð nema að gera deigið, nú kaupir maður kökurnar bara tilbúnar til útskurðar!
Við eigum að sjálfsögðu til laufabrauðsjárn og maðurinn minn sagaði út þessa fínu platta til að skera brauðið út á og hlemm til að pressa kökurnar með eftir steikingu.
Í kökurnar eru skornir út stafir eða bara skraut og stundum höfum við gert ártal á kökur.