Húsbóndinn hefur verið að dudda að ýmsu bæði úti og inni uppá síðkastið. Svo um daginn þegar það duttu inn nokkrir „slæmir“ dagar þá var tækifæri gripið til inniverka. Það átti eftir að ganga frá og setja „gerefti“ í kringum bæði stofuopin hjá okkur, efnið í það bara beið eftir því að það yrði notað. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af fínheitunum. Ég er alveg roooosalega ánægð með útkomuna hjá stráknum! Eruð þið ekki sammála mér?

Hvítu gereftin og rósettan njóta sín gasalega vel við gráan vegginn…

Horft fram í sólstofuna…

ummm… ælovit…

Skrautið fyrir ofan dyraopið keypi ég í Listanum Kópavogi…

…og þessi yndislegu skrauthorn fékk ég í Borð fyrir tvo…