Ég keypti gluggahlera í rauðakrossbúð fyrir nokkrum árum siðan og hef alltaf ætlað mér að mála þá hvíta. Loksins rann svo upp dagur þar sem tími vannst til að taka smá málningarsjæn….
Svona litu þeir nú út fallega antikbláir, sem þó var ekki alveg að falla í kramið hjá minni……og hér er verkið byrjað. Ég notaði hvíta kalkmálningu á þá.…3 af 4 búnir. Sá fjórði þarf smá aðhlynningar við, þar sem hann er allur laus greyið…..frú bráðlát búin að koma tveimur hlerum fyrir í baðherbergisglugganum og varð að taka mynd!!Ég er voða, voða skotin í baðherbergisglugganum mínum núna ❤️