Æi það er svo svakLega langt siðan að ég gaf mér tíma í blogg að ég bara verð að skella inn smá monti…
í vetur er ég búin að vera í hönnunar- og tilraunasmiðju í Fab Lab, sem er nám á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og nú er komið „afkvæmi“… Ég ákvað að tengja lokaverkefnið mitt við upphlutsbollana sem ég hef verið að mála og gera upphlutsglös fyrir dömur og þjóðbúningaglös fyrir herra.
hér er útkoman….
Ég gerði svo skotthúfu úr leðri, sem fellur yfir stéttina á glasinu og kemur bara nokkuð vel út.
hvernig líst ykkur á?