Ég er svo gasalega heppin, því að mér voru færð falleg skapalón, fljótandi krít og krítartöflumálningu um daginn. Sonur minn og tengdadóttir voru að koma frá Ammmmeríku, þar sem nebblega allt er til sem mann vantar… Þar sem þau þekkja konuna kom kom hún víst ansi oft upp í huga þeirra. -aumingja þau, geta ekki farið í frí án þess að ég sniglist inn huga þeirra það líka 😉
Ég fékk hugljómun um leið og ég fékk pakkann og gat varla beðið eftir því að komast heim, til að prófa. Ég deili hér með ykkur afrakstrinum…
svona leit nú glerið út áður en frúin mætti með stensla og málningu……límband sett á svo þetta hlaupi nú örugglega ekki til……og þá eru þessi horn komin………og svo þessi……smá skraut að ofanverðu líka……jahérnahér það held ég að frúin sé bara nokk sátt með verkið! Hvað finnst þér? það sem er svo það góða við þetta er að maður þvær svo bara skrautið af ef maður verður leiður á þvi og vill breyta. það er líka sniðugra að mála innan á glerið svo það myndist síður rispa í fínheitin 🙂