Kíkt í sólstofuna…

Í dag sunnudag, sendir sólin yndislega geisla sína inn um gluggana, það er því vel við hæfi að bjóða innlit í sólstofuna okkar…

 a1

Ég fékk húsbóndann til að setja bita í loftið til að ég gæti hengt upp hengiróluna mína. Það er yndislegt að hanga þarna í rólunni, prjóna, eða bara hlusta á rigninguna og gera ekki neitt!!! Toppurinn er nú að kveikja upp í arninum og hafa það virkilega kósý…

a2

Stóru kertaluktina í horninu, fann ég í Blómaval í vor -í útsöluhorninu og ég bara gat ekki skilið hana eftir…

a3

…kósýskot fyrir tvo…

a4

…rólan mín góða er mjög vinsæl meðal yngstu kynslóðarinnar.  Hlerana á bak við róluna ætla ég að spreyja hvíta, mjög flótlega…

a5

…sá gamli bíður meðal rósa á bekknum…

a6

uppáhalds… ❤

a7

a8

Flottur trédrumbur úr Hallormsstaðarskógi, búinn að fá hvítan gærukoll…

a9

Frúin er búin að puða dúkum upp í alla glugga, tvo fremri setti ég í gamla saumahringi sem ekkert voru notaðir…

a10

…dúkar, dúkar, dúkar…

a11

Þessir glerdropar voru keyptir í Blómaval, með það í huga að hella inn í þá hvítri málningu. Mér finnst þeir koma æðislega vel út -Frúnni langar reyndar í einn í viðbót til að hella inn í hann öðru lit…

a12

Hér sko notalegt að sitja…

a13

…og hér hangir Frúin í fríum…

a14

njótum nú dagsins í dag…

Slide1

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s