Ég eignaðist svakalega fallegan púða um jólin og þar sem myndin á honum er svo yndisleg, langaði mig að skipta um og setja sviðaðar myndir á nokkur rafkerti heimilisins. Frúin fór því og grúskaði smá og fann það sem henni líkaði hvað best…
Sjáið nú bara þennan dásemdarpúða, mér finnst hann æðislegur…
…ég byrjaði á að fjarlægja gamlar klæðingar utan af kertunum, en þær verða auðvitað geymdar til betri tíma…
Hér eru svo komnir tveir sætir, sitjandi á grein…
…þeir mæna upp til „stóra“ bróður.
Þessi er örlítið stærri, enda settur á stærra kerti.
Sko hérna eru þeir svo fuglakrúttin mín, bara sætir ❤
Mér finnst rafkertin mjög sniðug, maður getur alltaf breytt um mynd á þeim allt eftir hvernig skapið og stíllinn er hverju sinni…
kveðja út í daginn og helgina…
Dásamlega fallegt 🙂
Líkar viðLíkar við