…í beljandi roki hefur Frúin það bara náðugt. Það er víst ansi langt síðan eitthvað gerðist á þessarri síðu minni, en nú fer pælingar. Það er að sanka að sér kössum og gera plön. Hluti af jólaskrauti heimilisins flutti t.d. vestur í dag og svo flytur „bílskúrsdótið“ þ.e. það sem Sorpa fær ekki 😉 næstu vikurnar…
En þar sem veðrið er eins og það er, þá ákvað ég að skella inn í dag kertaljósamyndum og öðru sem róað getur hugann ❤
…bara kósýheit inni á meðan það hvín í öllu undan rokinu…
…hehehe restin af aðventukertunum sem úbbbs… voru ekki brennd… 😉
Flotta klukkubakkahugmyndin hennar Dossu í Skreytum hús kominn á borðið mitt, æðislega sneddý hugmynd ❤
Þessi flotti lampi fékkst í Ikea, ég kolféll fyrir honum og við bara urðum að fara saman heim… Birtan af honum er svo mjúk og þæginleg.
…María tékkar á kertunum fyrir mig…
ooohhh.. þessar krúsir eru svo mikið uppáhalds… ❤ Ég skellti rafkerti, sem ég hafði sett fallega mynd á, inní minni krukkuna! Kemur skemmtilega út.
…og meira af klukku…
Þessi sæti situr salirólegur í rokinu og íhugar… Gúmmímottuna í glugganum málaði ég hvíta og er voða lukkuleg með´ða 🙂
jæja ég vona að allir hafi notið helgarinnar sem mest og best, það gerði ég allavegana 🙂
Gunna