Hreindýrahjörð

Frúin hefur síðustu dagana verið að draga fram  hreindýrahjörð inn á heimilið. Æi þau eru svo kjúttleg og sæt,  en hver segir að þau séu bara svona „jóla“ Sko ég veit að fyrir austan eru þau ekkert bara jóla-jóla,  þau  eru þar ALLTAF ójá ALLTAF…!!!!

Sjáið bara sæti hreindýrapúðinn minn kúrir inni á bekk með  skinnpúða sér til stuðnings…

IMG_3592

ooooohhh…  þessi sæta fjölskylda hún er sko ættuð frá Brighton ❤ Frúin á nú eftir að nálgast smá snjó og  falleg tré til frekari skreytingar…

IMG_3600

…ok það eru tré í næsta nágrenni 😉 Því flottu rafkertin mín fengu andlitslyftingu með trjám.

IMG_3601

Virðulegur stendur Hjörturinn við skógarjaðarinn í glugganum góða! Frúin skipti út Effelturninum fyrir skógarþykknið. Það skapast mjög falleg birta með því að hafa ljós á bakvið…

IMG_3595

og sjáið bara, hér er svo önnur fjölskylda mætt, hún er ættuð úr Toys ‘R’ Us… Græni flotti diskurinn passar svo flott við, en að sjálfsögðu fær þessi fjölskylda líka að kynnast smá snjó og einhverjum gróðri þegar nær líður jólum 😉

IMG_3587

rökkurró…

IMG_3598

Þeir eru tignalegir bræðurnir með hornin sín…

IMG_3594

Fjölskyldan  á grænuflöt er bara orðin nokkuð spennt fyrir komandi tímum 🙂 IMG_3584

Krúttin í horninu…

IMG_3579

Er þetta ekki bara nokkuð vel heppnað hjá mér?

IMG_3591

Ég bara stenst þau ekki…

IMG_3577

Loka myndin sýnir síðdegiskyrrð hreindýranna á bekknum ❤

IMG_3590

Bestu kveðjur úr hjörðinni,

Gunna

 

6 athugasemdir við “Hreindýrahjörð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s