Mig er búið að langa leeeengi í einhverskonar skrautlista í dyragættina inn í stofuna okkar. Og vitið bara, heppna ég…
… því um daginn rétti ein góð samstarfskona, mér nokkra fallega trélista og spurði hvort þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti notað? ójú það gat ég sko 😉 og fór heim með fangið fullt af gersemum…
…ég byrjaði á að grunna viðinn svartann…
…og svo var hvít kalkmálning sett yfir… ég á reyndar eftir að pússa kantana á skrauthornunum og gera þá „gamla“ og „sjúskaða“…
Hehehe ein vooooða óþolinmóð… ég bara varð að sjá hvernig þetta kæmi út, svo að ég festi skrauthornlistann upp með kennaratyggjói svo ég gæti líka tekið mynd 😉 Þessir „horn“ eru líka sniðug og flott skraut sem hilluberar.
Ég er svoooo sátt meðetta 🙂 En hvað finnst ykkur? Nú er bara að „sjúska“ þetta til og festa síðan almennilega upp ❤
Hafið það gott í dag
kv. Gunna