Spegill, spegill hermd þú mér…

Jæja þá fer maður nú að detta inn í þetta daglega, þar sem sumafríið er á síðustu metrunum. En mér var gefinn svoooo fallega ljótur spegill um daginn, að ég hef verið frekar óróleg að geta komist í að gera eitthvað fyrir hann.  Fyrst var löng bið í að komast til að mála gripinn og síðan bið eftir speglinum sem ég þurfti að panta í´ann… 🙂 Skoðum „nokkrar“ myndum af gripnum…

Svona leit hann út greyið þegar hann flutti heim til mín…  Ég límdi á hann smá skraut áður en málingarvinnan hófst.

1

þarna er búið að skella á þessa elsku kalkmálningu og verið að bíða eftir speglinum…

2

Ég er rosalega ánægð með útkomuna á litla ljóta andarunganum mínum…

3

…og hann smellpassar svo vel inn í herbergið, sem geymir fullt af gömlum minningum ❤

4

Og þessi er alltaf jafn pollrólegur í glugganum…

5

…gamli skírnarkjóllinn sem ég saumaði þegar ég var 14 ára…  og fleiri gamlir kjólar  og skór ❤   og hér er spegillinn mættur!!

6

Antik?  😉 …litlar treyjur sem mamma saumaði á mig þegar hún gekk með mig…  ❤ og fullt af dýrgripum…

7

Mér finnst hann flottur!

8

…spegilinn og mynd yfir svæðið…

9

…og mynd af vinkonu minni Marilyn Monroe þar sem hún er að „sjæna“ sig til fær að sjálfsögðu að vera meðal minninganna…

11

Hver segir að gúmmímotta sé ekki flott inn í herbergi?

12

Hús og híbýli og hlýtt teppi sem bíða eftir kósý vetrarkvöldunum…

13

Púðinn með okkur hjónunum á…

14

Mynd af  Gunnu ömmu, en hún átti þennan flotta hárbursta ❤

15

Er þetta ekki bara nokkuð kósý herbergi og það er fullt af yndislegu dýrgripum og minningum ❤ ❤

16

…og ein svona í lokin, fyrir og eftir mynd af Hvíta svaninum mínum ❤

10

kveðja Gunna

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s