Jæja þá fer maður nú að detta inn í þetta daglega, þar sem sumafríið er á síðustu metrunum. En mér var gefinn svoooo fallega ljótur spegill um daginn, að ég hef verið frekar óróleg að geta komist í að gera eitthvað fyrir hann. Fyrst var löng bið í að komast til að mála gripinn og síðan bið eftir speglinum sem ég þurfti að panta í´ann… 🙂 Skoðum „nokkrar“ myndum af gripnum…
Svona leit hann út greyið þegar hann flutti heim til mín… Ég límdi á hann smá skraut áður en málingarvinnan hófst.
þarna er búið að skella á þessa elsku kalkmálningu og verið að bíða eftir speglinum…
Ég er rosalega ánægð með útkomuna á litla ljóta andarunganum mínum…
…og hann smellpassar svo vel inn í herbergið, sem geymir fullt af gömlum minningum ❤
Og þessi er alltaf jafn pollrólegur í glugganum…
…gamli skírnarkjóllinn sem ég saumaði þegar ég var 14 ára… og fleiri gamlir kjólar og skór ❤ og hér er spegillinn mættur!!
Antik? 😉 …litlar treyjur sem mamma saumaði á mig þegar hún gekk með mig… ❤ og fullt af dýrgripum…
Mér finnst hann flottur!
…spegilinn og mynd yfir svæðið…
…og mynd af vinkonu minni Marilyn Monroe þar sem hún er að „sjæna“ sig til fær að sjálfsögðu að vera meðal minninganna…
Hver segir að gúmmímotta sé ekki flott inn í herbergi?
Hús og híbýli og hlýtt teppi sem bíða eftir kósý vetrarkvöldunum…
Púðinn með okkur hjónunum á…
Mynd af Gunnu ömmu, en hún átti þennan flotta hárbursta ❤
Er þetta ekki bara nokkuð kósý herbergi og það er fullt af yndislegu dýrgripum og minningum ❤ ❤
…og ein svona í lokin, fyrir og eftir mynd af Hvíta svaninum mínum ❤
kveðja Gunna