ég er búin að eiga flotta gamaldags krukku lengi, en einhvernvegin hefur blátt plastlokið á´enni pirrað mig… 😦 Ég hef gert ýmsar tilraunir með að gera smá andlitslyftingu á lokinu og loks datt ég niður á lausn sem ég er nokk sátt við. Kíkjum á myndir…

Hér sjáið þið krukkuna fínu með lokið bláa… og svo eina af tilraununum að prófa að hylja það… að endingu prófaði ég að bora gat á lokið til að setja höldu á lokið… 😉

krukka1

…sko! bara dulítið lekkert! er haggibara?

krukka2

Þvottahússkápurinn er bara að koma sterkur inn, með öllu dúllerýinu! Gamall þreyttur straubolti, sápubaukur saddur minninga og svo annað sem er töluvert nýrra… 😉 en Krukkan góða er flott með nýju höldu-kórónuna sína!

krukka3

Njótið kvöldsins. Kveðja Gunna 🙂

Posted in , ,

Færðu inn athugasemd