Þá er komið að hinum vikulega lið bloggsins þ.e. kjóll vikunnar 😉 þessi er víst númer 35! Kjóllinn er svartur, ítalskur design 🙂 ja alla vegana sagði konan í búðinni það! hann er með „loftgötum“ á ermunum sem er svakalega sniðugt því maður getur bæði látið sjást í hold úlala, nú eða verið í lituðum bol undir. Í þessarri myndatöku var rauður bolur -að sjálfsögðu, notaður! kíkjum á gripinn…
Hálsmenið er „home design“ og passar svona assssk… vel við kjólinn þegar ermarnar eru með rauðu… 😉
kjólakveðja úr Hafnarfirðinum…