Hvítur mánudagur…

Ég fann til mikillar löngunar að hreyfa til húsgögn og dót í síðustu viku. Að þessu sinni fékk  því sjónvarpsherbergið mitt  smá andlitslyftingu.  Að  sjálfsögðu  var myndavélin  svo sótt að verki loknu og hér fáið þið að skoða útkomuna…

IMG_0367  Ein mynd svona yfir svæðið. Þið sjáið að þetta er nú enginn salur, eeen notalegt er að sitja þarna inni og góna á sjónvarpið eða lesa góða bók…

IMG_0369

Fatatréð flutti úr hjónaherberginu og er hér sem „lampi“ með mjúka birtu…

IMG_0370

Ég er voðalega hamingjusöm með fatatréð mitt, það er svo flott.

IMG_0373

Sjáið þennan! flottur er ´ann brunnurinn minn, dulúðleg birtan og „reykurinn“ sem stígur upp úr honum eru bara yndisleg og gutlið í honum er svooo róandi…

IMG_0376

Búddi minn situr stilltur ásamt fleiru á buffetinu 🙂

IMG_0377

Spegill, spegill…

IMG_0380

…og að sjálfsögðu er hvít gæra sem hylur gamlann koll, sem búið er að saga af fótunum, þar sem einn  fóturinn brotnaði í tvennt 😉

IMG_0382

í rökkurró…

IMG_0383

Hann Búddi minn var einu sinni „drullu“brúnn og ekkert voðalega fallegur, ég tók mig til og spreyjaði hann hvítann og hann varð strax miklu krúttilegri.

IMG_0385

Fallega kertið fékk ég í vinargjöf, það er ofboðslega falleg birtan af því og svo er líka „mojito“lykt af því… 😉

IMG_0387 IMG_0388 IMG_0389 IMG_0390

Er það ekki yndislega fallegt? litirnir og birtan…

IMG_0391

„trélampinn“ minn flotti  er í blóma 🙂

IMG_0395

 

Þetta kerti er líka ofboðslega fallegt, það er hulið hraunmolum og birtan er svakalega flott, Ég reyndi mikið að ná góðri mynd en það var bara ekki hægt…

kveðja að sinni Gunna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s