Ég var að flandrast í Þýskalandi s.l. haust og sá þar svo flotta skerma, sem ég get ekki gleymt! 😉 þeir eru hvítir og rauðir röndóttir og mig langaði svooooo í eins og eitt stykki, en ótrúlegt en satt ég fékk mér ekki einn… ég fékk mér ekki neinn… og mig langar og langar í! Ég sá að vísu lampa í Líf og List sem er með svipuðum skermi, bara ekki eins rauðum. En „peran“ ég hætti nú sjaldan fyrr en ég hef reddað mér 😉 skoðaðu hvað ég gerði til að nálgast drauma skermirinn…
Það rifjaðist upp að ég ætti gamlann lampa sem væri með lasinn skermi á, úti í kassa í bílskúrnunum
hann var sóttur og ég setti á skerminn límband…
…málningu var skellt á, fagurrauð…
beðið eftir þurrki, hér reyndi sko á þolinmæði frúarinnar…
límbandið tekið af og…
…vóóó þetta leit ekki ílla út ha…
skerminum skellt á lampafótinn og…
frúin bara nokk sátt…
…finnst ykkur þetta ekki bara koma vel út?
Smá yfirlitsmynd í lokin, svona til að sjá lúkkið betur 😉
kveðja Gunna