Ég hef verið að fikta við að mála á postulín síðan í vor og finnst skemmtilegt að gera eitthvað sem er öðruvísi! mér finnst ekkert voðalega gaman að mála svona „litabókarmyndir“ þó þær séu ágætar með 😉 svo ég hef verið meira í tilraunastarfsemi með þetta… Í dag kom svo síðasta stykkið mitt fyrir þessi jól úr brennslu og kom það mér bara skemmtilega á óvart 🙂 mér satt best að segja leyst ekkert á blessaðann vasann lengi vel, eeen ég er bara nokkuð sátt og held að hann fái að vera búsettur hér á heimilinu… Mér fannst ég verða að deila myndum af vasanum með ykkur, hvernig líst ykkur á…?
Hér er vasinn þegar ég var búin að teikna á hann andlitið…
…og hér er hann fullunninn, með löster, gulli, gumsi og glerperlum…
…það liggur rosalega langt ferli í þessum vasa, eitthvað sem reyndi á þá litlu þolinmæði sem frúin á til…
…glerperlurnar eru tvíbrenndar og koma mjög vel út…