Mér finnst bollarnir mínir vera svo mikið augnakonfekt að ég er sífellt að stilla þeim upp þar sem maður getur dáðst að þeim, ég vil alls ekki loka þá inn í skáp! Nú eru þeir komnir á enn einn nýja staðinn og auðvitað var myndavélin sótt, ég verð nú eiginlega að taka mynd af þessari myndavél einhvern daginn 😉 Ég skellti þeim upp á mjög fallegan stand, sem ég er búin að eiga í nokkur ár og hefur hann þjónað ýmsum verkefnum hér á heimilinu, og ég held svei mér þá að ég sé búin að finna handa honum annað verkefni mjög fljótlega… en líttu nú á þessa fallegu bolla, sem er svo yndislegt að sötra tíu dropa af kaffi með flóuðum rjóma úr…
Kveðja Gunna