Ég gerði mér um daginn nýtt „járnskilti“ ekki þó úr járni 😉 Ég átti til sagaða spýtu í skúrnum, sem ég tók og pússaði til hornin á og svoleiðis pjatt… Ég prentaði út „mynd“ á litaðann pappír og reif hann til svo hann passaði á. Því næst límdi ég herlegheitin á með límlakki. Ég ætla að setja aðra „mynd“ aftan á plötuna því þá getur maður bara snúið henni við og verið komin með nýtt lúkk, sneðugt ha 🙂 Ég er bara nokkuð lukkuleg með útkomuna, kíktu á…
ég sé það núna að ég verð að dúmpa smá lit í kringum pappírinn, það kæmi betur út…