Ég er búin að vera á flakki með saumaborðið mitt síðan ég flutti í fyrra, en nú er ég búin að finna fínt skot fyrir það og mig 🙂 það er nebblega lítil skonsa innaf þvottahúsinu hjá mér sem hefur bara verði notuð undir „þettasemmaðurveitekkihvaðáaðgeravið“ Ég bretti upp ermar og tók til og flokkaði – henti og geymdi… og saumaskonsan mín er bara alveg að verða fullkomin… ég þarf bara að nálgast nokkra nauðsynlega fylgihluti, sem eru í kassa úti í bílskúr! En þar sem sumir -ekki allir, telja mig frekar bráðláta þá varð ég að taka myndir NÚNA! og ég VERÐ að deila þessu með þér strax! En því miður eru engar „áður“ myndir til, svo ímyndaðu þér bara rosadraslkompu og skoðaðu svo og njóttu breytinganna með mér…
Sko bara… Við settum upp hillu fyrir ofan saumavélina undir smádótið. Bastkörfurnar nýtast fyrir föndurlitina mína og ýmislegt annað nauðsynlegt…
mér finnst þessi kefli yndisleg og punta mikið uppá
bönd, blúndur, tvinni og leggingar allt á vísum stað…
Lítið en kósý…
Ég prentaði út myndir af sniðum sem ég fann á netinu hjá „vogue“. Veggirnir þurftu einhverja hressingu, þeir voru svo berrassaðir og kaldir…
Galakjólar og nauðsynleg bönd…
Í krukkurnar eiga tölurnar mínar að fara...
…
Ég set kannski fleiri myndir inn þega allt er komið 😉 kv. Gunnan
Þvílíkt æðislegt hjá þér, trékeflin öll hafa svo mikinn sjarma og myndirnar frá Vogue eru snilldar hugmynd! Ætla að kíkja á myndir frá þeim….;-) Takk fyrir flotta hugmynd!
kk Kikka
Líkar viðLíkar við
Sæl Kikka, já það eru margar myndir sem mér fannst ég ÞURFA að prenta úr frá Vogue 😉
kv. Gunna
Líkar viðLíkar við