Eldhúsglugginn…

Nú er eldhúsglugginn komin í páskahaminn og var að sjálfsögðu myndaður í síðdegissólinni…

…ég byrjaði þó á að mynda þessa dásamlega fallegu túlipana sem hann pabbi færði mér í gær…

IMG_1313

… og liturinn bara smellpassar 😉

IMG_1316

páskalilju-gluggaskrautið mitt sem ég gerði á síðustu öld 😉  fær að príða eldhúsgluggann. þegar maður býr á 4 hæð þá er frekar erfitt að þvo gluggana að utan, svo maður verður bara að horfa í gegnum skítinn…

IMG_1334

horft í glugga í glugga…

IMG_1336

þessi flottu filtblóm voru í lengju og hvít að lit, ég reyndi að lita þau græn með matarlit. Það gekk nú ekki þar sem þau tóku ílla við lit , ég klippti því næst ræmuna niður svo blómin pössuðu í gluggahlerana  mína og þau eru bara nokkuð sæt þar!

IMG_1338

blóm og hænur…

IMG_1343

Þessi sætu pör freistaðist ég til að kaupa í Pipar og salt, maður getur nú alveg misst sig í þeirri búð!

IMG_1351

þessi yndislegu hænuegg málaði elsta barnabarnið mitt hún Birgitta Brá, fyrir ca. 10 árum og skiljanlega þykir ömmunni afskaplega vænt um þau…

IMG_1352

Síðdegissólin kíkir inn um eldhúsgluggann minn og birtan gerir allt svo ævintýralegt…

IMG_1353

hænsnaparið passar upp á ungann sinn…

IMG_1354

meira af páskaglugganum

IMG_1363

hér er páskakaffið tilbúið…

IMG_1364

þessa gulu lukt skreytti ég með gulum filtblómum og tróð inn í hana seríu, útkoman varð nokkuð góð og birtan er falleg frá henni…

IMG_1365

…það kemur meira fljótlega 🙂

…kveðja Gunna

2 athugasemdir við “Eldhúsglugginn…

  1. Þetta er nú alveg dásamlegt! Æðislega páskalegt og fallegt.
    Fann bloggið þitt inni á blogginu hennar Dossu og ætla svo sannarlega að fylgjast með því sem þú situr inn. Takk fyrir mig!

    Kkv.
    Guðný

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s