Flokkur: ýmislegt
-
…á fallegum degi eins og var í dag getur maður ekki staðist freistinguna og duddað smá á pallinum. Maður verðu jú að vera viðbúin þegar sumarið mætir af fullum krafti. En við vitum samt að vorhretið getur gerst boðflenna nú sem fyrr… 😉
-
…frúnni í T14 datt i hug að það væri gasalega lekkert að gera svona „franskanspeglavegg“. Listamaðurinn minn tók því bara jákvætt og svo var bara vaðið í verkið….
-
….við tókum okkur til og máluðum/ lökkuðum loks gluggana í sólstofunni. Við eru lika að föndra við og gera „sólbekk’ svo hægt sé að hafa eitthvað fallegt í gluggunum…. Við fengum svo fallegar mósaikflísar sem limdar verða á hillu sem við settum við gluggan. Svo verður grá fúga sett og listi framaná hilluna.
-
Mig langaði í steyptar kúlur i garðinn og gerði því smá tilraun. Ég notaði gömul jólakökuform og járnskálar til að steypa í, svo skeitti ég skálarhelmingunum saman til að fá „kúlu“….
-
… mig langaði í skál undir skart inn á baðherbergi og fann þennan fína kertadisk sem ég skellti málningu á…
-
…úr trjádrumbaplöttum
-
…ég var að taka græðlinga frá þúsundbarnamömmunni og vantaði eithvað fyrir „börnin“. Ég er með nespressokaffikönnu og það falla nokkur hylki til við kaffidrykkju heimilisins. Ég tæmdi því hylkin tók kaffið og blandaði saman við mold og fyllti síðan aftur í hylkin ásamt afleggjara. Nú er bara að koma „börnum“ til nýrra uppalenda….
-
…við dubbuðum upp á svalirnar í sumarveðrinu í dag…