










Við keyptum okkur bústað í skóginum í sumar og höfum aðeins verið að gera hann að okkar. Búin að mála að hluta til panelinn en stefnum á að allur panell verði málaður 😉 Eldhúskrókurinn var rifinn aðeins niður þ.e efriskápar teknir og settar hillur í staðinn og svo eyjan var lækkuð. Á bak við efriskápana var ekki panell svo við settum bara plötu og ég betrekkjaði hana bara.
Næsta verkefni er svo að taka loftið og mála hvítt. Við erum reyndar búin að klára að mála annað svefnherbergið ég sýni ykkur það fljótlega
Gunna 😉
Færðu inn athugasemd