Stóll fær nýtt lúkk…

… við eigum tvo stóla með gervileðri sem farið er að flagna af og þeir því orðnir frekar sjoppulegir….

Frúin ákvað að fara í tilraunaverkefni með annan stólinn og mála hann svartann og gulann. En fyrst þurfti að hreinsa gerfileðurhúðina af og það gerði ég með því að nota límband og rífa þannig allt af. Svo bleytti ég stólinn með vatni og mýkingarefni (50/50) og málaði svo með textilmálningu…

Svona leit annar stóllinn út fyrir meðferð…
Verkið hafið og húðin af stólnum komin á límbandið…
Aaaaalveg að verða búin
Grunnaði með hvitu áður en guli liturinn fór á….
Jæja er ann ekki bara að verða nokkuð flottur? Ég á reyndar eftir að fara eina umferð i viðbót og setja vax yfir….

Færðu inn athugasemd