Úlala hvað tíminn líður hratt og enn og aftur er kominn sunnudagur 🙂 Hjá mér þýðir það að kjóll vikunnar fer á bloggið mitt, ég verð að viðurkenna að ég er rosalega spennt fyrir þessu verkefni, þar sem ég á alveg svakalega marga kjóla. Auðvitað eru sumir kjólarnir mínir meira uppáhalds en aðrir, en allflesta er ég að nota reglulega og sumir hafa jafnvel fengið smá andlitslyftingu í gegnum árin…
jæja kjóll þessarar viku er nýlegur og mikið notaður þessa dagana. Hann er svartur með hvítum þverröndum, en líttu bara á!
Flotta hálsmenið fékk ég í afmælisgjöf og það passar við svo margt…
…og auðvitað þarf skó við fínan kjól!
Skemmtilegur liður á blogginu þínu, þú átt greinilega marga fallega kjóla! 🙂
Líkar viðLíkar við
Takk fyrir það. Ójá þeir leynast ansi margir kjólarnir í skápunum á þessu heimili… 😉
Líkar viðLíkar við