Ég hef nú lengi verið dulítið veik fyrir skóm. Ekki bara þessum sem maður setur á þessa tvo sem maður stendur á, ónei!

Mér finnst t.d litlir skrautskór sem maður hengir á greinarnar á jólatréð mjög flottir og á „nokkra“ sæta í þeim flokki….
Í morgun barst mér pakki þó ekki óvænt, frá honum Disney frænda í henni Ameríku. Pakkinn innihélt dásemdar öskubusku-glerskó



Um daginn fékk ég líka sendingu frá Disney gamla, en það voru Mary Poppins skór sem er áritaðir undir….


Svo á maður sér náttúrulega drauma um skó, sem væntanlega detta inn með póstinum í framtíðinni t.d þessir…

Hevenseven maður minn! Eru þeir ekki gordjöss?
….ég segi nú bara meiri skó, meiri skó, meiri skó….

Færðu inn athugasemd