jæja nú ætla ég aðeins að breyta til með kjól vikunnar en þennan hef ég ekki notað… 😉 Þessi er home made og sá 4. sem ég hef gert, en enginn þeirra er þó ekki alveg eins! Þetta er prjónaður skírnarkjóll…
Garnið sem ég nota er Mandarin petit þannig að það er hægt að þvo kjólinn eins og „tusku“ og hann er alltaf eins!!
Mynstrið á kjólnum er ofsalega fallegt…
og fullt af skemmtilegum puffum og prjóni í´onum
Bláu slaufurnar eru að sjálfsögðu líka heimagerðar, en það kom ekki til að góðu þar sem ég fékk ekkert sem mér líkaði! Ótrúlegt hvað lítil perla gerir fyrir litla „ómerkilega“ slaufu 🙂
Finnst ykkur hann ekki bara yndislegur?
Hér er smá sýnishorn af slaufugerðinni. Borðarnir eru dálítið stífir og bera sig því betur. Litlar perlur saumaði ég svo framan á og þær fela smá sauminn! Svo í lokin saumaði ég garn aftaná slaufurnar svo þær eru bara bundnar fastar á kjólinn. Því kannski þarf að skipta um lit og svo líka þegar kjólinn fer í þvottavélina 😉
SUMARkveðja… ❤ Gunna
Afskaplega er þetta fallegt hjá þér.
Líkar viðLíkar við
Takk fyrir það, Sigríður.
Bestu kveðjur Gunna
Líkar viðLíkar við
BARA fallegur hjá þér 🙂
Líkar viðLíkar við
Takk fyrir Kristborg.
Bestu kveðjur Gunna
Líkar viðLíkar við