ljós í krukku…

ég á svo svakalega mikið að allskyns glerkrukkum að é ákvað að gera smá prufu sem ég sá einhvern tíman einhver staðar á netinu 🙂 fann ekki linkinn þegar ég ætlaði að setja hann með! en þetta er ekkert mál bara að gera svona:                                                                      blanda matarlit í smá vatn, og hrærði það síðan út í límlakk. helltið því síðan í krukkuna og veltið henni þar til hún er þakin lit að innan, hella afgangnum í næstu krukku eða í ruslið.  hvolfið krukkunni á pappír í ca. 20 mín.  því næst er krukkan sett á bökunarplötu klædda með smjörpappír.  sett í 100°C heitan ofn í 10 mín til að flýta þurrkun slökkt á ofninum opna rifu og látið kólna…    þrælsniðugt fyrir okkur sem erum alltaf að dubba upp með nýjum og nýjum litum 🙂 nú eða í veisluna!!!

sko bara sætt…

kveðja Gunnan.

6 athugasemdir við “ljós í krukku…

  1. Glæsilegt! Og takk fyrir leiðbeiningarnar, hef einmitt lengi ætlað að gera svona. Hefurðu krukkurnar á hvolfi líka þegar þær fara í bakaraofninn eða…. skiptir kannski ekki máli?
    Eitthvað sérstakt límlakk?

    Og snilldin eina að vera búin að uppgötva bloggið þitt (þökk sé áskorun Dossu!), hef aldrei séð það áður en sé eftir að hafa kíkt á nokkrar færslur að við höfum ansi hreint líkan smekk þannig að nú leggst ég í að skoða, veit ég á eftir að njóta í botn 🙂 Ég skellti blogginu þínu á listann á minni síðu, á pottþétt eftir að fylgjast með áfram 😉

    Með sumarkveðju 🙂

    Líkar við

    1. takk fyrir hrósið! Já ég hef krukkurnar áfram á hvolfi og ég notaði nú bara eitthvað límlakk sem ég átti og það gekk bara vel, það þynnist líka svo með vatninu sem matarliturinn er í… Sko þessi áskorun er bara snilldin ein 🙂 og svo gaman að skoða það sem aðrir eru að gera og fá hugmyndir sem maður getur svo útfært og gert að sínum !
      með kveðju Gunna

      Líkar við

  2. Frábært hjá þér og skemmtilegt bloggið þitt 🙂 Ég er einmitt búin að vera á leiðinni að framkvæma þetta í marga mánuði. Ótrúlega skemmtilegt og takk fyrir að taka þátt!

    Líkar við

Færðu inn athugasemd